Fréttir

Dregið í 8 liða úrslit Kjörísbikarsins

Dregið var í 8 liðum Kjörísbikarsins í dag en í pottinum voru öll Úrvalsdeildar liðin ásamt 4. deildarliði Keflavíkur í kvennaflokki. Leikið verður í 8 liða úrslitum 9.-13. mars 2022 en bikarhelgi BLÍ fer fram, eins og sl. ár, í Digranesi dagana 1.-3. apríl.

Lesa meira »

Úrvalslið fyrri hluta tímabilsins

Á árlegum blaðamannafundi BLÍ sem fram fór í hádeginu í dag var úrvalslið fyrri hluta tímabilsins opinberað. Kosið var rafrænt og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem kusu úrvalsliðið þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð. 

Lesa meira »

Lokahópar U17/U18 klárir

Um helgina voru stúlkur í U17 ára landsliðshópi á æfingum á Húsavík. Þjálfarateymið setti upp æfingabúðir fyrir liðið með það markmiði að æfa saman og kynnast betur og því var þétt dagskrá alla helgina.

Lesa meira »

A landsliðin á NOVOTEL CUP

Næstum tvö ár eru liðin frá því að A landsliðin í blaki spiluðu leiki en biðin tekur brátt enda. Blaklandsliðin fara bæði á NOVOTEL CUP í Luxemborg sem að þessu sinni er á dagskrá frá 28.-30. desember. Liðin ferðast út 27. desember og koma heim 31. desember.

Lesa meira »

Unglingalandsliðin á EM 2022

Íslensku unglingalandsliðin skipuð leikmönnum U17 stúlkna og U18 drengja fara í undankeppni fyrir Evrópumótið í þessum aldursflokkum í desember. Stúlkurnar (2006 og yngri) fara til Köge í Danmörku og drengirnir (2005 og yngri) fara til Nordenskov í Danmörku.

Lesa meira »

Næstu landsliðsverkefni

Unglingalandsliðin fara til Danmerkur um miðjan desember í undankeppni fyrir EM 2022 og A landsliðin fara á NOVOTELNú þegar afreksstarfið hjá Blaksambandinu er komið af stað aftur er ekki úr vegi að kynna hvað er svo næst. Í desember er fyrirhugað að unglingalandslið fari til Danmerkur í svæðisundankeppni fyrir EM 2022.

Lesa meira »

Klár í slaginn!

Íslensku liðin mættu fyrst allra liða til Rovaniemi í Finnlandi í morgun eftir um sólarhrings ferðalag úr Laugardalnum. Flogið var frá Íslandi til Stokkhólms og þaðan svo yfir til Helsinki þaðan sem næturlest var tekin. Flestir sváfu vel í lestinni og þegar leið undir morgun var hún komin á endastöð í Rovaniemi, eða um kl. 7:30.

Lesa meira »
Engar fleiri færslur til að birta