1.deildir eru næstefstu deildir í blaki á Íslandi. Deildirnar eru spilaðar með klassísku heima og að heiman fyrirkomulagi.
Í 1. deild kvenna eru 10 lið skráð til leiks: Afturelding B, Álftanes, Blakfélag Hfj./Þróttur Rvk. B, Fylkir, HK B, HK U, KA U20, Sindri, UMFG og Ýmir. Spiluð er tvöföld umferð (heima og að heiman) en efstu 4 liðin komast svo á úrslitahelgina 10.-12. apríl í Laugardalshöll.
1.deild kvenna – mótakerfi – leikir, úrslit og fleira
Í 1 .deild karla er 4 lið skrá til leiks: Fylkir, HK B, Leiknir Reykjavík og Þróttur Reykjavík B. Spiluð er fjórföld umferð yfir tímabilið og komast öll liðin í úrslit sem haldin eru 10.-12. apríl í Laugardalshöll.
1.deild karla – mótakerfi – leikir, úrslit og fleira
Liðin sem bera B bókstaf eru B lið úrvalsdeildarliða en aðeins þeir leikmenn sem hafa verið á skýrslu yfir veturinn geta tekið þátt í úrslitakeppninni í lok tímabilsins.
Öll lið geta skráð sig í 1. deild þannig liðin sem enda efst og neðst falla ekki né fara upp um deild nema að þau kjósi það. Umgjörð leikja í 1. deild er sú sama og í Unbrokendeildum án útsendinga og tölfræðigreiningar. Sjá frekari upplsýingar undir umgjörð og hlutverk