Öldunganefnd hverju sinni skipa mótshaldarar Íslandsmóts öldunga, oftast nefnt Öldungamót BLÍ. Formaður öldunganefndar ber titilinn öldungur mótsins og hafa mótshaldarar sjálfir ákvörðunarrétt í því hve margir skipa nefndina.
Öldungaráð skipa þrír síðustu öldungar. Ráðið fer með málefni öldunga gagnvart stjórn BLÍ.
Öldungaþing sem haldið var á Öldungamóti ár hvert hefur verið lagt niður.
Öldungar síðustu móta:
2023 – Akureyri: Lúðvík Kristinsson
2022 – Kópavogur: Magnús Haukur Ásgeirsson
2021 – móti aflýst
2020 – móti aflýst
2019 – Keflavík: Einar Hannesson
2018 – Akureyri: Hannes Garðarsson
2017 – Mosfellsbær: Guðrún Kristín Einarsdóttir