Leyfiskerfi BLÍ

Leikmannaleyfi/iðkendagjald BLÍ

Til að öðlast keppnisrétt á mótum Blaksambandsins þurfa leikmenn að ganga frá sínu leikmannaleyfi/iðkendagjaldi sjálfir. Greitt er fyrir keppnisleyfið árlega. Það er á ábyrgð leikmannsins að greiða fyrir sitt leikmannaleyfi og gildir keppnisleyfið fyrir eitt keppnistímbil í einu, frá 1. september til 15. ágúst ár hvert.

Gengið er frá leikmannaleyfinu í gegnum Sportabler -> https://www.sportabler.com/shop/bli
Velja skal hvaða félagi leikmaður ætlar að spila með.
Leikmenn fæddir 2007 og síðar greiða aðeins hálft gjald.

Hér má finna lista leikmanna sem hafa greitt iðkendagjald 2023-2024
Hér má finna lista leikmanna sem eru með keppnisleyfi í Úrvalsdeild og 1.deildum 2023-2024

Reglugerð um iðkendagjald BLÍ

1. gr. Stjórn BLÍ skal innheimta iðkendagjald sem er ákveðin upphæð fyrir hvern félaga blakdeilda sem eiga aðild að íþróttabandalagi eða héraðssambandi innan vébanda ÍSÍ eða taka þátt í mótum á vegum Blaksambands Íslands; Íslandsmót, Bikarmót, Öldungamót og Stigamót, bæði innanhúss og í strandblaki frá 1. September 2023.

2. gr. Upphæð iðkendagjaldsins skal ákveða á ársþingi BLÍ á oddatöluári fyrir tvö ár í senn.

3. gr. Iðkendur sem eru 17 ára eða yngri á því ári sem keppnistímabil hefst skulu aðeins greiða hálft iðkendagjald.

4. gr. Iðkendur skulu standa skil á gjöldum sínum í gegnum Sportabler. Til að leikmaður teljist hafa leikheimild skal iðkandinn sjálfur hafa greitt iðkendagjaldið áður en hann er skráður á skýrslu í Íslands- og bikarmótum BLÍ annars telst hann ólöglegur.

Breytt og samþykkt af stjórn BLÍ á stjórnarfundi 4.júlí 2023

Skráning í mótakerfi BLÍ

Allir leikmenn í meistaraflokki sem taka þátt í Íslands- og bikarkeppni á vegum BLÍ þurfa að vera skráðir í gagnagrunn mótakerfis BLÍ svo hægt sé að skrá leikmenn á rafræna leikskýrslu. Leikmenn sem hafa nú þegar leikið á Íslandsmóti eða í bikarkeppni eru skráðir í mótakerfið.

Nýskráningar leikmanna í gagnagrunninn fara í gegnum skrifstofu sambandsins. Atriði til að hafa í huga fyrir formenn/forráðamenn liða þegar nýskráningu leikmanna eða leikmanns er óskað.

  • Senda þarf inn nafnalista leikmanna á netfangið motastjori@bli.is, með eftirfarandi upplýsingum um leikmann/leikmenn:
    • fullt nafn
    • kennitölu
    • þjóðerni
  • Starfsmaður skrifstofu tekur á móti nýskráningum frá formönnum/forráðamönnum og forskráir leikmenn í gagnagruninn. Þegar því er lokið þá geta formenn/forráðamenn liða skráð nýja leikmenn á leikmannalista (Roster) síns liðs.

Leikmannasamningar BLÍ

Allir leikmenn í úrvalsdeild og 1. deild verða að skrifa undir leikmannasamning til að teljast löglegir með sínu liði. Blaksamband Íslands hefur útbúið staðlaða leikmannasamninga sem félögin geta notað, hvort sem er á íslensku eða ensku.
Leikmannasamningar eru endurskoðaðir árlega, síðast í júlí 2023.