Öldungamót BLÍ

Öldungamót BLÍ er haldið á vorin í kringum sumardaginn fyrsta og 1. maí og er eitt stærsta íþróttamót landsins með yfir 1.000 keppendur að jafnaði ár hvert.

Fyrsta grein reglugerðar mótsins er lýsandi fyrir markmið þess og anda en í henni segir; „Mótið heitir Öldungamót BLÍ. Markmið þess er að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“

Allir keppendur sem taka þátt í Öldungamóti þurfa að hafa staðið skil á iðkendagjaldi fyrir tímabilið. Nóg er að hafa greitt gjaldið einu sinni yfir árið þótt að keppt hafi verið í mörgum mótum. Sjá nánar á sportabler.com/shop/bli.
Greiða þarf iðkendagjald fyrir 25.apríl 2023 kl. 23:59 sem og að skrá leikmenn inn á nafnalista á blak.is.

Keppendur á öldungamóti kjósa um mótshaldara á mótinu sjálfu og er tilkynnt um úrslit kosninga á lokahófi mótsins. Í umsóknum um mótahald þarf m.a. að koma fram hvernig umgjörð mótsins er hugsuð, sem og tímasetning þess.

Næsta Öldungamót BLÍ fer fram í Mosfellsbæ í umsjón Aftureldingar dagana 9.-12. maí 2024

Facebook síða mótsins : fréttaveita fer fram í gegnum Playinga (https://playinga.com/en/c/U2FsdGVkX19lRbGLsbFbFb5euc0igCCeBbFbFbrlEDl6K0RKFz22CBf4KpEdIEyModXgg0Zy/feeds)
Instagram:  https://www.instagram.com/mosold2024/
email: mosold24@gmail.com
Deilda- og leikjaniðurröðun: https://playinga.com/en/c/U2FsdGVkX19lRbGLsbFbFb5euc0igCCeBbFbFbrlEDl6K0RKFz22CBf4KpEdIEyModXgg0Zy/feeds

Ekki eru komnir mótshaldarar fyrir Öldung 2025.

Netfang öldungamóts; oldungur@blak.is