Öldungar

Blak er frábær íþrótt sem hentar iðkendum á öllum aldri. Á Íslandi er mjög öflug hreyfing eldri blakara, svokallaðra öldunga. Öldungar eru þeir blakarar sem ná 30 ára aldri á keppnisárinu og þeir sem eldri eru.
Iðkendur sem hafa náð 30 ára aldri en eru enn virkir í blaki á Íslandsmótum, hvort sem um er að ræða í efstu deild eða neðri deildum, fyrirgera ekki rétti sínum sem öldungar.

Hápunktur keppnistímabils öldunga er Öldungamót BLÍ sem haldið er á vorin ár hvert.

Öldungamót BLÍ

Öldunganefnd

Öldungaráð

Umsóknir