Helgina 14.-16. ágúst 2020 mun Blaksamband Íslands standa fyrir hæfileikabúðum í blaki að Varmá í Mosfellsbæ. Tveir æfingahópar verða í hæfileikabúðunum í ár, 12-15 ára (7.-9. bekkur) og 16-19 ára (10.bekkur og eldri). Allir iðkendur á þessum aldri velkomnir í búðirnar.
Nýr afreksstjóri og landsliðsþjálfari karla, Burkhard Disch, ásamt Borja Gonzales Vincente og Ana Maria Vidal Bouza sem eru landsliðsþjálfarar kvenna, verða aðalþjálfarar búðanna.
Eins og kom fram hér að ofan þá verða hæfileikabúðirnar haldnar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar um búðirnar og dagskrá verða auglýstar síðar.