Föstudaginn 10. júlí kl. 18:30-20:30, býður BLÍ uppá opna kynningu á netinu á „Action Volley“. Kynningin er hluti af BLÍ 2 þjálfaranámskeiðinu en þessi hluti námskeiðisins stendur öllum til boða sem hafa áhuga. Fyrirlesarinn er Remko Kenter frá Hollandi .
„Acton Volley“ er byggt á skemmtun og áskorun og er hönnuð til að hvetja yngri iðkendur til að þátttöku í blaki. Árangur þessarar aðferðar hefur verið mjög góður. Á fyrirlestrinum mun Remko kynna hugmyndafræðina í kringum „Action Volley“ og hvernig blakdeildir og félög geta nýtt sér aðferðarfræðina ásamt því að farið verður yfir margar æfingar.
Til að skrá sig á fyrirlesturinn skal senda upplýsingar á netfangið hpm@bli.is fyrir kl. 16:00 á föstudaginn 10. apríl og verður sendur hlekkur á kynninguna til þátttakenda.
Blaksambandið hvetur alla sem hafa áhuga að skrá sig.