Leiktímabilið 2020-2021 hefst í næsta mánuði en metfjöldi liða hafa tilkynnt þátttöku sína í úrvalsdeildunum. Þrjú ný lið eru í úrvalsdeild karla.
Þátttökutilkynningar bárust til Blaksambandsins í sumar en það var endanlega staðfest í síðustu viku hvaða lið taka þátt. Hamar, Fylkir og Þróttur Vogum koma ný inn í úrvalsdeild karla og halda liðin frá því í fyrra áfram í deildinni. Í kvennaflokki verða sömu lið áfram.
Mizunodeild karla:
Afturelding, Álftanes, Fylkir, Hamar, HK, KA, Vestri, Þróttur N og Þróttur Vogum.
Mizunodeild kvenna:
Afturelding, Álftanes, HK, KA, Þróttur Reykjavík og Þróttur Nes.
Niðurröðun leikja í úrvalsdeildir er langt komin og verður það tilkynnt sérstaklega þegar við birtum leikjaniðurröðun. Áætlað er að hefja leik í úrvalsdeildunum 18. september ef aðstæður í samfélaginu leyfa með tilliti til reglna um samkomubann og sóttvarnir.