Í dag 11.nóvember 2022 eru 50 ár frá stofnun Blaksambands Íslands! Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Blaksamband Íslands var stofnað 11. Nóvember 1972 og fyrsti stjórnarfundurinn var svo haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 26.nóvember 1972, þar sem kjörnir voru í stjórn; Albert H. N. Valdimarsson formaður, Guðmundur Arnaldsson varaformaður, Magnús Gunnlaugsson gjaldkeri, Halldór Jónsson bréfritari og Guðmundur Valtýsson fundarritari.
Við hjá Blaksambandinu erum mjög spennt fyrir þessum merku tímamótum og stefnum ótrauð á að halda áfram því góða starfi sem hófst fyrir 50 árum og sláum hvergi af!
Í dag hefst “afmælisárið” þar sem við munum fagna þessum tímamótum með ýmsum hætti sem okkur hlakkar til að deila með ykkur eftir því sem líður á árið.
Kveðjur frá stjórn og starfsfólki Blaksambands Íslands.