Hér má finna yfirlit yfir fyrirkomulag í 1. deildum keppnistímabilið 2024-2025
Kvennadeildinni 24/25 er skipt í tvær deildir. Það er 1. deild og svo B deild sem inniheldur B lið úrvalsdeilda og U20 lið félaga.
1. deild kvenna
https://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=125
1.deild kvenna skipa eftirfarandi lið:
Álftanes
Blakfélag Hfj.
Fylkir
Sindri
UMFG
Vestri A
Ýmir
Liðin 7 spila tvöfalda umferð (6 heimaleiki og 6 útileiki) frá 22.09 – 23.03.
Höfuðborgarliðin 4 spila svo eina umferð með B deildinni en þeir leikir telja ekki til Íslandsmeistara.
4 efstu liðin í deildinni (eftir tvöföldu umferðina) mætast svo í úrslitum helgina 28.-30. mars. Á laugardegi eru spiluð undanúrslit og á sunnudegi um 3. og 1. sæti þannig öll lið sem mæta spila þar 2 leiki (3 unnar hrinur auðvitað).
B deild kvenna
https://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=115
B deild kvenna skipa eftirfarandi lið:
Afturelding B
HK B
HK Ungar
KA U20 bláar
KA U20 gular
Þróttur Nes U20
Samtals 6 lið en þrjú lið spila í SV deild og þrjú lið í NA deild.
Í SV deild er spiluð tvöföld umferð spiluð (4 leikir). Auk þess er svo spiluð ein umferð með 1. deildar liðum af höfuðborgarsvæðinu en þeir leikir telja ekki til Íslandsmeistara.
Í NA deild er spiluð tvöföld umferð (4 leikir). Möguleiki er að bæta við einni umferð ef að áhugi er fyrir því.
Liðin 6 mætast síðan öll á helgarmótum:
- Á Akureyri 16. og 17. nóvember.
- Í Keflavík 11. og 12. janúar (á eftir að fá lokastaðfestingu)
- Í Neskaupstað 15. og 16. febrúar.
Yfir þessar þrjár helgar er spiluð tvöföld umferð (10 leikir). Spilaðar eru tvær unnar hrinur á helgarmótum.
2 efstu liðin í hvorri deild (deildarleikir + helgarleikir) mætast í úrslitum helgina 28.-30. mars. Á laugardegi eru spiluð undanúrslit og á sunnudegi um 3. og 1. sæti þannig öll lið sem mæta spila þar 2 leiki (3 unnar hrinur auðvitað).
1. deild karla
https://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=122
1.deild karla skipa eftirfarandi lið:
Afturelding B
Fylkir
HK B
HK U
Keflavík
KA U20
Þróttur Nes U20
Samtals 7 lið en fimm lið spila í SV deild og tvö lið í NA deild.
Í SV deild er spiluð tvöföld umferð spiluð (8 leikir).
Í NA deild er spiluð fjórföld umferð (4 leikir).
Liðin 7 mætast síðan öll á helgarmótum:
- Á Akureyri 16. og 17. nóvember.
- Í Keflavík 11. og 12. janúar (á eftir að fá lokastaðfestingu)
- Í Neskaupstað 15. og 16. febrúar.
Yfir þessar þrjár helgar er spiluð tvöföld umferð (12 leikir). Spilaðar eru tvær unnar hrinur á helgarmótum.
4 efstu liðin miðað við helgarmótin (þar sem deildarleikir eru svo mismunandi milli SV og NA) mætast í úrslitum helgina 28.-30. mars. Á laugardegi eru spiluð undanúrslit og á sunnudegi um 3. og 1. sæti þannig öll lið sem mæta spila þar 2 leiki (3 unnar hrinur auðvitað).