Búið er að opna fyrir skráningu í allar deildir fyrir næsta vetur. Skráning lokar á miðnætti miðvikudaginn 15. maí.
Unbrokendeildir
Skráning í Unbrokendeildir: https://forms.office.com/e/q9uQpdYj5w
- Öllum félögum er frjálst að skrá sig í Unbrokendeild (úrvalsdeild).
- Markmiðið með Úrvalsdeild er að bjóða upp á keppni í blaki í hæsta gæðaflokki.
- Engin félög féllu úr deildinni eftir tímabilið.
- Skylda er að vera með 12 leikmenn með leikmannaleyfi á leikmannalista (roster).
- Spiluð verður þreföld umferð á tímabilinu 15. sept – 22. mars.
- Í 1. umferð eru spilaðir ca. 2 leikir hverja keppnishelgi á fyrirframákveðnum stöðum.
- Í 2. og 3. umferð er spilað heima og að heiman.
- Hver umferð inniheldur 2 leikdaga (miðvikudag og laugardag).
- 4 lið komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn (síðasti mögulegi leikur 30. apríl).
- Leikjaskipulag verður birt 15. júní.
- Landsdómari sem getur dæmt amk 10 leiki yfir tímabilið þarf að vera skráður fyrir hvert lið í úrvalsdeild.
1.deildir
Skráning í 1. deildir: https://forms.office.com/e/M4dvNC43XT
- 1. deild skal skipuð öllum þeim liðum sem kjósa að keppa í 1.deild og b-liðum Úrvalsdeildaliða.
- Markmiðið með 1. deild er að Úrvalsdeildarlið getið þróað leikmenn sem og að gefa öðrum félögum tækifæri að undirbúa sig undir keppni í Úrvalsdeild.
- Engin félög féllu úr deildinni eða fara upp um deild nema að þau kjósi það.
- Fleiri en eitt lið frá sama félagi geta verið í 1.deild .
- B-lið félags (eitt lið) getur einungis verið tengt úrvalsdeildarliðinu .
- Öllum félögum er frjálst að skrá/óska eftir þátttökurétti í 1.deild.
- Skylda er að vera með 10 leikmenn með leikmannaleyfi á leikmannalista (roster).
- Stefnt er að spila um 14 leiki í deildarkeppni þar sem leikið er heima og að heiman auk úrslitakeppni en endanlegt fyrirkomulag verður birt 22. maí eftir að skráning er komin í ljós og möguleiki er að 1. deild og U20 deildir verði sameinaðar.
- Héraðsdómari sem getur dæmt amk 10 leiki yfir tímabilið þarf að vera skráður fyrir hvert lið í 1. deild.
U20 deildir
Skráning í U20 deildir: https://forms.office.com/e/T2gqjV2jy4
- Leikmenn fæddir 2005 og síðar eru gjaldgengir í U20 deild.
- Hægt er að fá undanþágu fyrir tvo leikmenn fædda 2002 og síðar (ekki leikmenn sem spila regluglega með úrvalsdeildarliði).
- Leikmenn í U20 deildum (fæddir 2005 og síðar) geta spilað með tveimur öðrum liðum.
- Skylda er að vera með 10 leikmenn með leikmannaleyfi á leikmannalista (roster).
- Spilað er í landshlutaskiptri deildarkeppni og á 2-3 helgarmótum þar sem öll liðin koma saman.
- Möguleiki er að U20 deildin verði blönduð við 1. deildina en endanlegt fyrirkomulag verður birt eftir að skráningu lýkur og verður birt 22. maí.
- 22. maí verður opnað fyrir umsóknir um að halda helgarmót í U20 deildinni.
- Héraðsdómari sem getur dæmt amk 10 leiki yfir tímabilið þarf að vera skráður fyrir hvert lið í 1. deild.
Neðri deildir
Skráning í neðri deildir: https://forms.office.com/e/D4NWn8pr6V
- Markmiðið með Deildakeppninni er að fólk geti stundað blak sér til heilsubótar og skemmtunar á keppnisgrundvelli.
- Skylda er að vera með 9 leikmenn með leikmannaleyfi á leikmannalista (roster).
- Öll lið verða að bera annan bókstaf en B ef að félagið á lið í Unbrokendeildum.
- Spilað er á þremur helgarmótum
- 8.-10. nóvember
- 17.-19. janúar
- 14.-16. mars
- Búast má við deildarniðurröðun og staðsetningar helgarmóta eigi síðar en 29. maí.
- 10-12 lið eru í hverri deild og færast að jafnaði 3 lið milli deilda
- Fyrstu drög af leikjum á fyrstu tveimur helgunum verða svo birt fyrir 30. júní.
Gjaldskrá fyrir veturinn 24-25 verður kynnt föstudaginn 3. maí eftir fyrsta fund nýrrar stjórnar.
Staðfestingargjald sem nemur 1/3 af þátttökugjaldi skal greiðast fyrir 1.júní til að staðfesta þáttöku liða. Greiðsluseðlar verða sendir út að skráningu lokinni. Restina af þátttökugjaldinu skal greiða fyrir 15. september.
Opið er fyrir umsóknir um að halda helgarmót, bæði í neðri deildum og fyrir yngri flokka. Tekið verður við umsóknum til 15. maí.
Sækja skal um með þessum hlekk hér: https://forms.office.com/e/ZQvANT4VFt
Núverandi reglugerð má finna hér að neðan. Búast má við að breytingar verði gerðar í sumar (sbr. það sem kynnt var á ársþingi BLÍ) og verða þá sendar út tilkynningar á öll lið og uppfært á heimasíðu.
Drög að viðburðadagatali vetrarins má finna hér: