Fyrsti liður í undirbúningi fyrir unglingalandsliðsverkefni vetrarins mun fara fram í lok júlí og byrjun ágúst. Æfingarnar eru opnar öllum sem vilja og í boði eru tvö námskeið.
Æfingar verða á höfðuborgarsvæðinu helgina 26.-28. júlí og í Neskaupstað 9.-11. ágúst.
Æfingarnar eru fyrir leikmenn fædda 2005-2008 (elsti árgangur 2005 í U19 og 2007 í U17). Yngri leikmenn sem telja sig eiga heima í þessum hópi geta einnig sótt um undanþágu með því að senda póst á hpm@bli.is.
Æfingar munu hefjast kl. 19:00 á föstudegi og klárast kl. 15:00 á sunnudegi.
Í Reykjavík verður boðið upp á hádegismat báða dagana. Varðandi gistingu á höfuðborgarsvæðinu þá verður búinn til hópur sem heitir afreksvinir BLÍ þar sem fjölskyldur í Reykjavík taka á móti afreksfólki í gistingu þegar að landsliðsfólk utan af landi kemur til æfinga.
Boðið verður upp á skólagistingu og mat í Neskaupstað.
Skráning í búðirnar fer fram á Sportabler.
Í framhaldi af þessum búðum er nokkuð stíf dagsrká fyrir ungt afreksfólk sem gott er að hafa í huga:
23.-25. ágúst: Afreksbúðir fyrir árganga 2005-2008 (samhliða Hæfileikabúðum) – Mosfellsbær
30.ágúst – 1. sept: Afreksbúðir fyrir árganga 2005-2008 (samhliða Hæfileikabúðum) – Akureyri
6.-8. sept: 16 manna hópar U17 kk (elsti árgangur 2007) og U19 kk (elsti árgangur 2005) – Húsavík
13.-15. sept: 16 manna hópar U17 kk+kvk og U19 kk+kvk – Mosfellsbær
27.-29. sept: 16 manna hópur U17 kvk og U19 kvk – Hvammstangi
11-12. okt: lokahópar U17 – Reykjavík
11-13. okt: lokahópar U19 – Reykajvík
13.-17. okt: U17 landslið í Ikast (DK)
23. okt: Lokahópar U19 – Reykjavík
24.-28.okt: U19 landslið í Þórshöfn (FO)
Til þess að svona verkefni fari vel fram þá er mikilvægt að vera með öflug þjálfarateymi:
U17kk – Borja González og Andri Hnikarr Jónsson
U19 kk – Borja González og Máni Matthíasson
U17 kvk – Thelma Dögg Grétarsdóttir og Atli Fannar Pétursson
U19 kvk – Bryan Silva og Eldey Hrafnsdóttir