Helgina 16.-18. ágúst fer fram bóklegur hluti þjálfaramenntunar á stigi 2. Stig 2 er ætlað öllum þeim sem klárað hafa ÍSÍ 1 og 2 og BLÍ 1 námskeið áður. Stig 2 veitir réttindi til að þjálfa 6 manna blak bæði í yngri flokkum og í öllum deildarkeppnum nema í efstu deildum. Bóklega námskeiðið verður haldið í fundarsal ÍSÍ á þriðju hæð.
Verkelgur hluti námskeiðsins fer svo fram í Hæfileikabúðum BLÍ annað hvort í Mosfellsbæ 23.-25. ágúst eða á Akureyri 30. ágúst – 1. september. Nauðsynlegt er að mæta bæði í bóklega og verklega kennslu til að klára námskeiðið en boðið verður upp á að taka bóklega hlutann í gegnum fjarfundarbúnað.
Dagskrá bóklega námskeiðsins er eftirfarandi:
Föstudagur 16.08
18:00-21:00 Upprifjun frá stigi 1 og kynning á stigi 2
Laugardagur 17.08
09:00 Taktík
10:30 Kaffipása
10:45 Taktík
13:00 Hádeispása
14:30 Verkleg kennsla
17:00 Skipulegging æfinga
19:00 Búið
Sunnduagur 18.08
9:00 Liðsumsjón
10:30 Kaffipása
10:45 Liðsumsjón
13:00 Hádegispása
14:30 Leikreglur
17:00 Búið
Hæfileikabúðir eru svo frá föstudegi kl. 18:00 til sunnudags kl. 14:30 báðar helgarnar.
Skráning fer fram á sportabler: https://www.abler.io/shop/bli/namskeid
Lágmarksskráning eru 8 svo að námskeiðið fari fram.
BLÍ 1 verður svo kennt 20.-22. septeber og 1.-3. nóvember en það námskeið veitir réttindi til að þjálfa í yngri flokkum U12.
Kennari á öllum námskeiðum er Borja Gonzalez Vicente, afreksstjóri BLÍ.