Dagana 24.-28.október tók Ísland þátt í U19 NEVZA mótinu sem var haldið í Þórshöfn í Færeyjum í þetta skiptið. NEVZA stendur fyrir North European Volleyball Zone Association og eru það Norðurlandaþjóðirnar ásamt Englandi sem taka þátt. Finnar hafa yfirleitt verið sterkust þjóða Norðurlandanna í blaki en tefldu ekki fram liðum í þetta skiptið.
Þjálfarar stúlknaliðsins voru Bryan Silva og Daníela Grétarsdóttir og þjálfarar drengjaliðsins Borja Gonzalez Vicente og Máni Matthíasson.
Stelpurnar byrjuðu mótið á 3-1 tapi fyrir Svíþjóð. Þær unnu svo England 3-1 og fylgdu því eftir með 3-0 sigri á Færyjum. Því næst var leikur við Danmörk sem tapaðist 3-0 og þar með var ljóst að þær myndu mæta Noregi í leik um 3.sætið. Sá leikur var sannkallaður háspennuleikur og endaði með 3-2 tapi og 4.sætið raunin.
Strákarnir mættu hins vegar ofjörlum sínum á þessu móti. Eftir 3-0 töp fyrir Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum mættu strákarnir Englandi. Sá leikur var mjög spennandi þó að hann hafi tapast 3-1. Hrinurnar fóru 27-25, 24-26, 25-23 og 25-23. Þetta þýddi það að strákarnir enduðu neðstir og án stiga.