Vinnustofa BLÍ

Í tvö ár hefur CEV unnið ötullega að þróun nýs kennslu- og námsefnis fyrir blakkennslu barna á aldrinum 6 til 14 ára.

Undir faglegri leiðsögn Jimmy Czimek, fyrirlesara við þýska íþróttaháskólann í Köln ( DSHS Köln ) skilaði starfið af sér handbók, myndböndum og rafrænu kennsluefni sem veitir þjálfurum og kennurum aðgang að áhugaverðu fagefni sem er hæfir hverju aldursbili fyrir sig.

Markmiðið er að sameina hefðbundnar kennsluaðferðir við nýstárlegar leiðir til að bæta bæði þekkingu og framkvæmd í blakkennslu. Vinnustofan miðlar nýrri nálgun á blakkennslu og leggur bæði áherslu á fræðilega og hagnýta þekkingu með það að markmiði að auka árangu barna í þjálfun.

Jimmy Czimek er þekktur í blakheiminum fyrir störf sín, hlutverk sem yfirmaður þjálfaranámskeiða hjá þýska blaksambandinu og starf sitt sem prófessor við DSHS Köln. Hann hefur mikla reynslu sem þjálfari sem sameinar fræðilega þekkingu og hagnýtar aðferðir í kennslu sinni.

Vinnustofan er ætluð kennurum, þjálfurum og öllum sem hafa áhuga á að efla þjálfun ungs fólks í blaki. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í íþróttafötum og taka einnig þátt í verklegum hluta námskeiðsins.

Vinnustofan verður viðurkennd sem hluti af þjálfararéttindum 1 hjá BLÍ , að því gefnu að viðkomandi hafi lokið netnámskeiði og móttekið skírteini. Skráðir nemendur fá tækifæri til að ljúka BLI 1 með því að klára bæði netnámskeiðið og verklega hlutann á námskeiðum sem haldin verða 2025

Vinnustofurnar eru tvær, standa yfir í hálfan dag og geta þátttakendur valið hvora stofuna þeir taka. Í boði er að velja vinnustofu föstudaginn 29. nóvember eða laugardaginn 30. nóvember. Aðeins kostar 1000 krónur að sitja námskeiðið

Nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu má finna á:

https://campus.cev.eu/#/public-dashboard

Skráning í vinnustofuna er á Abler

https://www.abler.io/shop/bli