Dagana 4.-6. september 2025 verður haldið Hérðasdómaranámskeið á Höfuðborgarsvæðinu.
4. september 17:00-21:00 bókleg kennsla í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Einnig verður boðið upp á Teams fund fyrir þá sem eiga heima utan Höfuðborgarsvæðisins
5. september 17:00-21:00 bókleg kennsla og bóklegt próf í Laugardal. Allir þátttakendur verða að vera á staðnum á föstudegi
6. september 9:00-12:00 verklegt kennsla í Fagralundi og 13:00-15:00 verkleg próf í Fagralundi.
Kostnaður við námskeiðið er 35.000kr en 5.000kr afsláttur fæst ef skráning berst fyrir 23:59 þann 25. ágúst.
Skráning fer fram á Abler og lokar 2. september. https://www.abler.io/shop/bli?country=IS
16 ára aldurstakmark er á námskeiðið.
Dómarar sem hafa tekið námskeiðið áður og staðist próf en hafa ekki fengið tækifæri til þess að dæma mikið á síðustu tímabilum eru velkomnir til þess að mæta annað hvort á allt námskeiðið eða aðeins í verklegu kennsluna á laugardegi til þess að rifja upp taktana fyrir tímabilið. Upprifjunarnámskeiðið kostar aðeins 5000kr.
Við minnum á að hvert lið í úrvalsdeild þarf að tilnefna 1 landsdómara og 1 héraðsdómara til að dæma 10 leiki á tímabilinu. Lið í 1. deild þurfa að tilnefna 1 héraðsdómara á hverju tímabili sem skuldbindur sig til þess að dæma 10 leiki á árinu.
Við hvetjum þátttakendur til þess að leita til verkalýðsfélaga varðandi styrki fyrir námi eins og þessu en flest verkalýðsfélög hafa greitt þetta námskeið niður að fullu.