Samstarfssamingur Blaksamband Íslands og RJC framleiðslu til næstu tveggja ára hefur verið undirritaður og mun RJC framleiðsla koma til með að styðja við landslið BLÍ í þeim verkefnum sem liggja fyrir á þessu tímabili.
RJC framleiðsla mun sjá BLÍ fyrir Leppin vörum fyrir landliðsfólk Íslands sem keppa og æfa á vegum BLÍ ásamt því að vera með vörur á Bikarhelgi BLÍ, en RJC framleiðsla kom myndarlega að síðustu tveimur verkefnum BLÍ sem voru einmitt Bikarhelgi BLÍ og tveir leikir í undankeppni EM sem haldnir voru í janúar í Digranesi.
Næstu verkefni framundan hjá BLÍ eru Smáþjóðaleikarnir sem bæði A-landsliðin taka þátt í en leikarnir eru haldnir í Svartfjallalandi þetta árið. Yngri landslið Íslands taka svo þátt í NEVZA mótum þegar líður á árið.
BLÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við RJC framleiðslu í framtíðinni.
Mynd: Sævar Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BLÍ og Brynjar Valsteinsson framkvæmdastjóri RJC framleiðslu takast í hendur eftir undirritun samstarfssamnings.