Í haust hefst undankeppni fyrir Evrópumót U17.
Ísland tekur þátt í undankeppni á sínu svæði (NEVZA) með kvennalið að þessu sinni en í þessum aldursflokki eru leikmenn fæddir 2004 og síðar. Um er að ræða yngsta landslið Íslands.
Undankeppnin fer fram í Danmörku dagana 13.-15. september og eru þau Borja og Valal að undirbúa verkefnið. Þau munu ásamt þjálfurum velja æfingahóp á næstunni og boðað verður til æfinga fyrir þann hóp.