Þjálfarar unglingalandsliðanna hafa valið eftirfarandi leikmenn til að mæta á æfingar fyrir NEVZA mótin í haust. U17 (elsti árgangur 2007) mun fara til Ikast 13.-17. október og U19 liðin til Þórshafnar 24.-28. október.
Æfingahóparnir eru eftirfarandi:
Þjálfarar U17 karla eru Borja Gonzáléz og Andri Hnikarr Jónsson
Þjálfarar U19 karla eru Borja Gonzáléz og Máni Matthíasson
Þjálfarar U17 kvenna eru Thelma Dögg Grétarsdóttir og Atli Fannar Pétursson
Þjálfarar U19 kvenna eru Bryan Silva og Daníela Grétarsdóttir
Karlaliðin munu æfa á Húsavík strax helgina 6.-8. september og er æfingaplanið eftirfarandi:
Föstudagur 19:00-21:00
Laugardagur 9:00-11:30 og 14:00-17:00
Sunnudagur 8:30-10:30 og 12:30-15:00
Bæði karlaliðin og kvennaliðin munu svo æfa á höfuðborgarsvæðinu helgina 13.-15. september.
Kvennaliðið æfir á Hvammstanda helgina 27.-29. september.
Bæði lið æfa í Reykjavík áður en U17 liðið fer út helgina 11.-13. október.
Boðið verður upp á skólagistingu og mat á Húsavík og á Hvammstanga en aðeins hádegismat yfir helgarnar sem eru í Reykjavík. Frekari upplýsingar fara í gegnum Abler til leikmanna.