Æfingahópur U17 kvenna byrjaður að æfa

Ingólfur Hilmar Guðjónsson og þjálfarateymi U17 kvenna hefur valið 15 manna æfingahóp sem kemur saman núna um helgina í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM U17.

Mótið fer fram í Danmörku dagana 12.-15. september nk. og æfir hópurinn saman í Fagralundi þessa helgina. Hópurinn mun hittast næstu þrjár helgar áður en haldið verður til Danmerkur. Næstu helgi verður hópurinn saman á Húsavík og helgina eftir á höfuðborgarsvæðinu þar sem U17 liðið mun taka þátt í Haustmóti BLÍ að Varmá.

Æfingahópinn skipa eftirfarandi leikmenn:

Þróttur N.
Gígja Ómarsdóttir                     
Embla Rós Ingvarsdóttir            
Matthildur Eik Jónsdóttir  

Völsungur

Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir 
Kristey Marín Hallsdóttir 

Vestri

Sóldís Björt Leifsdottir Blondal 
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir 

Afturelding

Rebekka Sunna Sveinsdóttir 
Sunneva Björk Valdimarsdóttir 

HK

Ásdís Rán Kolbeinsdóttir 
Heba Sol Stefánsdóttir
Lejla Sara Hadziredzepovic 
Helena Einarsdóttir 

Þróttur R.

Katla Logadóttir 

BF

Margrét Brynja Hlöðversdóttir