Afturelding Íslandsmeistari kvenna tímabilið 2020-2021

Afturelding Íslandsmeistari 2021

Kvennalið Aftureldingar varð Íslandsmeistari í blaki um helgina þegar liðið vann HK í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en vinna þurfti tvo leiki til að standa uppi sem sigurvegari í einvíginu.

HK vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega í Fagraldundi og gat því tryggt sér bikarinn að Varmá í leik tvö. Afturelding tryggði sér oddaleik með sigri í þeim leik og því var um sannkallaðan úrslitaleik að ræða milli liðanna sem lentu í efstu tveimur sætunum í Mizunodeildinni þetta tímabilið.

Afturelding vann oddaleikinn 3-0 í Fagralundi og eru þar með handhafar Íslandsmeistaratitilsins í blaki árið 2021.

Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill kvennaliðs Aftureldingar en liðið hafði áður unnið árin 2012, 2014 og 2016 áður en kom að þessum titli.

Blaksamband Íslands óskar Aftureldingu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.