Áhorfendur leyfðir – breytingar á leiðbeiningum

BLÍ hefur uppfært leiðbeiningar um áhorfendur inn á Covid 19 síðunni. Breytingarnar eru þær helstar að inni í leyfilegum fjölda áhorfenda er nú börn fædd 2005 og síðar. Sérsambönd verða einnig að samþykkja íþróttahúsin og gefa út leyfilegan áhorfendafjölda m.v. gefna forsendur.

Við minnum alla á að huga að eigin sóttvörnum í tengslum við blakæfingar og leiki. Félögum er skylt að fara eftir sóttvarnarreglum BLÍ í tengslum við viðburði sína.