Áhorfendur leyfðir frá 1. maí

Blaksambandið og félögin tóku sameiginlega ákvörðun á formannafundi þann 19. apríl að leyfa ekki áhorfendur á leikjum um sinn þar sem fjöldi smita var að greinast í samfélaginu á þeim tímapunkti. Við sjáum hvernig þróun faraldursins er og er nú komið að því að leyfa áhorfendur á ný. Áhorfendur eru því leyfðir frá og með morgundeginum, 1. maí 2021 en félögin eru þó undir ströngum skilyrðum.

Áhorfendur sitji í númeruðum sætum og skráðir með nafni, símanúmeri og kennitölu. Allir áhorfendur noti andlitsgrímu og að tryggt sé að fjarlægð sé a.m.k. 1 metri á alla kanta milli ótengdra aðila – á við um börn og fullorðna. Finna má sóttvarnarreglur BLÍ hér.

Úrslitakeppni í Mizunodeild kvenna hófst í vikunni með tveimur leikjum á þriðjudag en næstu leikir eru í kvöld föstudag 30. apríl. Kemur þá í ljós hvaða tvö lið komast í undanúrslitin sem hefjast á þriðjudag. Má sjá allt um gang mála hér.

Úrslitakeppnin í 1. deild kvenna hófst í gærkvöld og verður framhaldið á morgun laugardag með leikjum í undanúrslitum. Má sjá allt um gang mála hér.

Úrslitakeppnin í Mizunodeild karla hefst á sunnudag en þá mætast Þróttur Vogum og Álftanes í viðureign um laust sæti í 8 liða úrslitum. Má sjá allt um gang mála hér.