Barnastarfið í gang að nýju

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna Covid-19 tók gildi í dag þar sem heimilað hafa verið æfingar hjá börnum á grunnskólaaldri. Þetta er mikið ánægjuefni þar sem starfið hefur legið meira og minna niðri síðan í byrjun október vegna heimsfaraldurs.

Blaksamband Íslands uppfærði sóttvarnarreglurnar í morgun með vísun í reglugerð ráðherra. Þau sem fædd eru 2004 og fyrr fá ekki að byrja æfingar í þessari afléttingu en við höldum í vonina að það gerist fljótlega þannig að hægt sé að endurræsa keppnistímabilið.

Stjórn Blaksambandsins samþykkti um helgina uppfærslu á COVID reglugerð um mótamál. Mótanefnd BLÍ hafði lagt til breytingar á fyrirkomulagi íslandsmóts neðri deilda og bikarkeppni ásamt keppni yngriflokka og var tillagan jafnframt samþykkt.

Finna má ný skjöl um þessi mál á COVID síðu Blaksambandsins.