Breytingar á skrifstofu BLÍ

Tilkynning um starfslok

Stjórn Blaksambands Íslands og Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sævar mun láta af störfum á næstu vikum.

Stjórn BLÍ hefur verið í stefnumótun með það fyrir augum að markaðssetja íþróttina og blaksambandið með nýjum og framsæknum hætti og verður auglýst hið fyrsta eftir nýjum framkvæmdastjóra til að leiða þá vinnu með stjórn.

Sævar er þekktur og vel liðinn innan blaksamfélagsins, ekki bara sem framkvæmdastjóri BLÍ síðastliðin 16 ár, heldur einnig sem leikmaður, þjálfari og síðast en ekki síst dómari og mun hreyfingin áfram njóta krafta hans á þeim vettvangi og vonandi víðar þar sem þekking hans og fjölbreytt reynsla kemur að góðum notum.  

 

Stjórn BLÍ óskar Sævari velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar honum af heilum hug fyrir samstarfið.