Deildir

Blaksamband Íslands stendur fyrir deildarkeppni í meistaraflokkum í karla og kvennaflokki.

Í efstu tveimur deildum karla og kvenna er keppt með umferðafyrirkomulagi þar sem leikið er heima og heiman. Fjöldi umferða fer eftir fjölda liða í deild.

Í efstu deild ræður niðurstaða deildarkeppninnar röðun í úrslitakeppni Íslandsmótsins en sigurvegari hennar stendur uppi sem Íslandsmeistari.

Í neðri deildum er keppt með keppnishelga fyrirkomulagi. Þar eru 3 keppnishelgar á tímabilinu og margir leikir leiknir hverja helgi.
Fjöldi deilda í neðri deildum fer eftir fjölda skráðra liða á Íslandsmót.