Dómaranámskeið 2024

Helgina 13.-15. september verður haldið dómaranámskeið. Námskeiðið veitir Héraðsdómararéttindi sem þarf til að dæma í efstu tveimur deildunum á Íslandi. Skylda er að öll félög á Íslandi séu með 2 dómara fyrir hvert lið í Unbroken deildum og 1 dómara fyrir hvert lið í 1. deildum. Dómarar eru ein af undirstöpum kappleikja.

Bóklegur hluti námskeiðsins verður haldinn í fundarsal ÍSÍ á Engjavegi 6.
Verklegur hluti verður í samstarfi við unglingalandsliðsæfingar U17 og U19 á Höfuðborgarsvæðinu.
Kennari á námskeiðinu er Sævar Már Guðmundsson.

Skráning fer fram á abler.io/shop/bli og bendum við þátttakendum um að sækja um styrki í verkalýðsfélög fyrir menntuninni.

Dagskrá:

• 17.00 – Kynning

• 17.10 – Leikreglur í blaki kaflar 1-2

• 18.10 – Hlé

• 18.20 – Leikreglur kaflar 3-5

• 19.10 – Matarhlé

• 19.40 – Leikreglur kaflar 6-8

• 21.00 – Spurningar og umræður

• 22.00 – Degi 1 er lokið

14. september 2024

• 09.00 –Agareglur og fleira tengt dómurum og umgjörð

• 10.00 – Upprifjun og leikskýrsla

• 11.00 – Héraðsdómarapróf (1 klst)

• 13.00-17.00 Verklegt í sal.

• 17.00 Skriflegt dómarapróf

15. september 2024

• 09.00-13.00 VERKLEGT í sal

Ný verðskrá hefur verið samþykkt fyrir dómara og er eftirfarandi (hana má lika finna í gjaldskrá BLÍ 2024-2025):

Íslandsmót 2024-2025

Unbroken deildarleikur15.000kr
1. deildar leikur12.000kr
Úrslitakeppni Unbrokendeildir17.000kr
Oddaleikur í úrslitaeinvígi19.000kr
Línuvarsla í úrslitaeinvígi8.000kr

Bikarkeppni 2024-2025

Leikir fram að 8 liða úrslitum12.000kr
8 liða úrslit15.000kr
Undanúrslit20.000kr
Úrslit25.000kr
Línavarsla í final 48.000kr