Dagana 26.–28. september fór fram árleg þjálfararáðstefna Evrópska Blaksambandsins (CEV) í Zadar, Króatíu. Frá Íslandi tóku Guðrún Jóna Árnadóttir, Inga Lilja Ingadóttir, Janis Jerumanis, Mladen Svitlica og Sergej Diatlovic þátt í ráðstefnunni.
Þátttakendur fengu tækifæri til að sækja fræðslu og dýpka þekkingu sína á þjálfun, jafnframt því að kynnast starfsháttum annarra íþróttasambanda. Á ráðstefnunni komu þjálfarar og fulltrúar frá öllum hornum Evrópu og miðluðu reynslu sinni, auk þess sem boðið var upp á fyrirlestra og vinnustofur með sumum af fremstu þjálfurum heims.
Þátttaka Íslendinganna í Zadar er mikilvægur liður í að efla fagmennsku innan blaksins hér á landi. Með því að taka þátt í alþjóðlegu samtali um þróun og þjálfun styrkja þjálfarar sig bæði faglega og félagslega og færa þannig nýja þekkingu og hugmyndir heim í íslenskt blak.
