Það voru um 200 krakkar úr 4.- 6. bekk, kennarar og aðstoðarfólk sem komu saman og skemmtu sér vel við að spila krakkablak í um 1,5 klst í Alcoa höllinn á Reyðarfirði.
Krakkarnir komu úr grunnskólanum á Reyðarfirði, Neskkaupsstað, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði.
Skólablak er röð viðburða sem haldin verða um allt land núna í október og er planið að halda þetta árlega næstu árin.
Markmiðið er að auka þátttöku krakka í blak á landsvísu með því að hafa leikreglurnar einfaldar og þægilegar þannig að öll getustig ráði við leikinn. Auk þess er að sjálfsögðu markmið að búa til skemmtilegan viðburð fyrir krakkana og að þau fái ánægjulega upplifun af hreyfinu og keppni.