Búið er að opna fyrir skráningu á Hæfileikabúðir Blaksambands Íslands 14.-16. ágúst og fer skráningin fram á www.bli.felog.is. Tveir æfingahópar verða í búðunum í ár, 12-15 ára (7.-9. bekkur) og 16-19 ára (10. bekkur og eldri).
Þátttökugjald er 6.700 kr. en þeir sem þátttakendur sem ferðast lengra en 300 km. greiða 1.500 kr. Allir þátttakendur fá æfingabol sem er innifalinn í þátttökugjaldi og á að nota á æfingum Hæfileikabúða BLÍ. Lokað verður fyrir skráningu á búðirnar þann 10. ágúst.
Búðirnar verða í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ og sú breyting verður frá fyrri árum að ekki er hægt að fá gistingu í Varmárskóla líkt og undanfarin ár vegna viðgerða á skólanum. Þátttakendur verða því að útvega sér sjálfir gistingu á meðan hæfileikabúðunum stendur. Allir þátttakendur verða í hádegismat á laugardegi og sunnudegi.
Nýr afreksstjóri BLÍ og landsliðsþjálfari karla, Burkhard Disch, ásamt Borja Gonzalez Vicente landsliðsþjálfara kvenna og Ana Maria Vidal Bouza aðstoðarlandsliðsþjálfara kvenna, verða yfirþjálfarar búðanna.
Drög að dagskrá:
Föstudagur:
– Æfing kl.18:00 – 20:00
Laugardagur:
– Morgunæfing kl. 9:00 – 11:30
– Hádegismatur kl.12:00-12:30
– Fyrirlestur kl. 12:30 – 13:15
– Æfing kl. 13:30 – 16:00
Sunnudagur:
– Morgunæfing kl. 9:00 – 11:30
– Hádegismatur kl. 12:00-12:45
– Blakþrautir kl. 13:00-14:00
– Æfing kl. 14:00 – 15:45