Ákveðið hefur verið að færa Hæfileikabúðir BLÍ í Mosfellsbæ til 21.-23. ágúst og verða þær eingöngu fyrir yngri hópinn 12-15 ára (f. 2005 og síðar). Þetta er gert vegna aðstæðna í samfélaginu vegna Covid19 en með sóttvarnarreglum almannavarna er ekki hægt að hafa búðirnar fyrir 16-19 ára eins og til stóð.
Búið er að loka á skráningu á eldri hópinn en þau sem þegar hafa skráð sig fá endurgreitt og eru beðin um að senda póst á bli@bli.is með bankaupplýsingum.
Núverandi reglur gilda til 13. ágúst og er ómögulegt að segja til um hvort framlenging verði á eða reglur hertar enn frekar. Eins og staðan er í dag er nauðsynlegt að fresta búðunum um eina viku og þær haldnar að því gefnu að reglur breytist ekki.
Gætt verður að sótthreinsun á öllum boltum og öðrum sameiginlegum búnaði milli æfinga og mun skipuleggjandi búðanna auglýsa sérstaklega aðrar aðgerðir og leiðbeiningar sem notast verður við í búðunum.