Dagana 2-8 mars n.k ætlar Blaksambandið að halda námskeið í leikgreiningu. Námskeiðið er opið öllum en er þó sérstaklega ætlað blakþjálfurum, leikmönnum og öllum þeim sem hafa sérstakan áhuga á leikgreiningu og að gerast leikgreinendur. Það felast ýmis tækifæri í því að klára þetta námskeið en það er m.a. að starfa sem leikgreinandi fyrir Blaksambandið hvort sem er í deildar- og bikarkeppnum eða þá landsliðsverkefnum sem afreksfólkið okkar tekur þátt í og það má nefna að á þessu ári tökum við þátt í Silver Legue og krefst það verkefni þess að leikgreinendur fylgi liðunum okkar í gegn um þau verkefni hvort sem er hér innanlands eða að fara í ferðalög erlendis.
Við fáum til okkar leikgreinanda frá Spáni, Antonio García de Alcaraz Serrano en hann hefur áralanga reynslu af greiningarvinnu og kennslu í blaki.
Þó ekki sé komin nákvæm dagskrá á námskeiðið þá er stefnt að uppsetningu skv tímaplaninu hér að neðan en ath að tímasetningar gætu breyst aðeins.
Sunnudaginn 2. mars frá 09:00-12:00: Námskeið með samræðusniði. Teams
Miðvikudaginn 5. mars frá kl 17:00-20:00. Námskeið með samræðusniði. Teams og í fundarsal ISI að Engjavegi 6 í Laugardal.
Verklegi hlutinn fer svo fram yfir Kjörísbikardagana frá 6-8 og eru allir þáttakendur beðnir um að koma með tölvu með sér. Þátttakendur námskeiðsins munu leikgreina bikarúrslitaleikina.
Skráning fer fram á Abler og er þátttökukostnaður 15.000 krónur.