Íslandsmóti 2. og 3. flokks lokið í ár

Íslandsmót 2. og 3. flokks fór fram um helgina að Varmá, en mótið var í umsjón Aftureldingar.

Þetta var þriðja og síðasta mótið á tímabilinu en mótfyrirkomulag var eftirfarandi:

Hjá 3. flokki kvenna voru það samanlögð úrslit úr fyrstu tveimur mótunum (Akureyri og Seyðisfirði) sem raðaði liðunum í A og B deild. Sigurvegari A deildar er Íslandsmeistari.

Hjá 3. flokki karla voru það samanlögð úrslit úr öllum mótum vetrarins sem réð því hvaða lið er Íslandsmeistari.

Hjá 2. flokki karla og kvenna voru það samanlögð úrslit úr tveimur mótum vetrarins (í  Neskaupstað og Mosfellsbæ) sem telja til Íslandsmeistaratitils.

Lokaniðurstaða Íslandsmótsins 2019-2020 er eftirfarandi:

2. flokkar karla

1. Þróttur N.
2. HK
3. KA

Þróttur N. Íslandsmeistarar 2020 í 2. flokki karla

2. flokkur

1. HK
2. KA
3. Þróttur N.

2. flokkur kvenna hjá HK er Íslandsmeistari 2020

3. flokkur karla

1. Þróttur N.
2. Völsungur
3. Huginn

Strákarnir í 3. flokki Þróttar N. eru Íslandsmeistarar 2020

3. flokkur kvenna

1. Völsungur
2. Einherji
3. Huginn og Þróttur N.

Stelpurnar úr Völsungi eru Íslandsmeistarar 2020 í 3. flokki kvenna

Blaksamband Íslands óskar Íslandsmeisturum 2. og 3. flokks til hamingju með árangurinn.

Myndir fengnar af Facebook síðu Blakdeildar Aftureldingar.