Íslandsmeistarar í strandblaki krýndir

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið. Mótið var haldið þrátt fyrir strangar kröfur um sóttvarnir en áhorfendabann var á öllum leikjum. Úrslitaleikirnir voru spilaðir á sunnudag í blíðskapar veðri í Laugardalnum.

HK var mótshaldari að þessu sinni en leikið var í Fagralundi í Kópavogi, Árbæjarsundlaug og við Laugardalslaug.

Verðlaunahafar karla í strandblaki sumarið 2020

Íslandsmeistarar í karlaflokki urðu þeir Emil Gunnarsson og Austris Bukovskis eftir 2-1 sigur á Piotr Kempisty og Rapolas Berzinis. Karl Sigurðsson og Benedikt Baldur Tryggvason enduðu í þriðja sæti Íslandsmótsins en á myndinni má sjá Janis Novikovs með verðlaunin stigameistari ársins 2020.

Verðlaunahafar kvenna í strandblaki sumarið 2020

Íslandsmeistarar í kvennaflokki urðu þær Matthildur Einarsdóttir og Sara Ósk Stefánsdóttir eftir 2-0 sigur á Thelmu Dögg Grétarsdóttur og Michelle Traini. Systurnar Kristina og Velina Apostolova enduðu í þriðja sæti Íslandsmótsins. Matthildur og Sara urðu stigameistarar 2020 með 540 stig af 550 mögulegum.

Hægt er að sjá einstaka úrslit inni á mótasíðu strandblaksins, stigakerfi.net.