Íslandsmót yngri flokka verður um næstu helgi og heldur Blakdeild Aftureldingar utan um mótahaldið.
Samtals eru 60 lið skráð á mótið í eftirtöldum flokkum:
2.flokki pilta sem er menntaskólaaldurinn (4 ár)
3.flokki pilta og stúlkna sem eru í 9. og 10.bekk
4.flokki pilta og stúlkna sem eru í 7. og 8.bekk sem spila 6 manna blak
5.flokki blönduð lið sem eru i 5. og 6.bekk þar sem allir spila 3ja manna blak
6.flokki blönduð lið sem eru í 3 og 4.bekk .
Í 6.flokki verður boðið upp á 2 stig, kasta-grípa blak og að grípa bolta 2.
Nýtt fyrirkomulag verður spilað í 5.flokki sem verður spennandi að sjá.
5.flokkur verður spilaður þannig að það eru öll lið í sama potti og þau eru 15 talsins.
Við munum notast við nýtt kerfi sem við erum að prufa í fyrsta skiptið og stuðlar það að því að lið spili sem á sama getustigi. og á að gera mótið skemmtilegt fyirr keppnendur og þjálfarar þurfa ekki að taka afstðu til þess hvort liðin þeirra séu A,B eða C lði sem svo engin fótur er fyrir gagnvart öðrum liðum. Þetta er alltaf mjög erfitt. (League Manager,)
- Spilað er í 3ja manna liðum, 3 inn á í einu og skipt í uppgjöf.
- Spila þarf amk tvær snertingar, þrrjár uppgjafir og þriðja má vera yfirhanda, Fyrsta snerting þarf að vera með „bagger“ Spilað á stórum bandmindonvelli. Spilað er 2x 8 mín. og svo skipt um völl. Eifnföld stigatalning, ekki hrinur. Ef stigin eru jöfn í lok tímans þá þarf að spila upp á “ gullstig“ Leikir geta því endað 39-38 eða 50-40 t.d.
- Fyrstu leikjunum er raðaðir niður random af kefrinu og eftir fyrsta leik raðar kerfið í efri og neðri riðla og tilkynna hvaða lið spila saman. Svo aftur eftir næsta leik og svo koll af kolli. Við munum setja inn tímasetningu á leikjunum en ekki hvaða lið spilar við hvaða lið.
- Það verður síða sem hægt er að fylgjast með þessu öllu og munum við birta veffangið á krakkablak.bli.is ( League Manager, ) Þar geta þjálfarrar,leikmenn og forráðarmenn séð hvaða leikir eru næstir og mun uppfærast um leið og úrslit leikja liggur fyrir í öllum leikjum í hverri umferð.
- Veitt verða verðlaun fyrir Íslandsmeistara, siflur og brons í 5.flokki blönduðum.