Blaksambandið stóð fyrir endurmenntunarnámskeiði í blaki fyrir íþróttakennara á Varmá síðasta föstudag. Á námskeiðið mættu 25 kennarar aðallega af höfuðborgarsvæðinu og fengu þeir að æfa sig í hinum ýmsu þrautum og æfingum í blaki. Burkhard Disch afreksstjóri BLI og Borja Gonzalez Vicente landsliðþjálfari A landsliðs kvenna héldu kennurunum á tánum í 3 klst og óhætt að segja að allir skemmtu sér vel.
Næsta námskeið fyrir íþóttakennara verður haldið á Akureyri 27. ágúst og er hægt að skrá sig á námskeiðið hérna: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe3q-WvlNLAnYAfR2_UnJTPcWrdOWPsDOiPq-gX2xHchulZtQ/viewform