KA er sigurvegari í Meistarakeppni BLÍ

Kvennalið KA sigraði HK

Bæði karla- og kvennalið KA urðu meistarar meistaranna í dag eftir leiki dagsins í Meistarakeppni BLÍ.

Bæði karla- og kvennalið KA urðu meistarar meistaranna í dag eftir leiki dagsins í Meistarakeppni BLÍ. Karlalið KA vann Álftanes 3-2 í æsispennandi leik og kvennalið KA vann HK 3-2, sömuleiðis í hörkuleik en báðir leikirnir fóru í 5 hrinur.

Leikirnir fóru fram á Hvammstanga og var það Ungmennafélagið Kormákur sem sá um umgjörð og utanumhald.
Blaksamband Íslands óskar KA til hamingju með titlana og þakkar Kormáki fyrir sitt framlag til Meistarakeppni BLÍ 2019. 

Myndir: Ómar Eyjólfsson