
Bikarkeppni BLÍ heitir eftir styrktaraðila keppninnar, Kjörís í Hveragerði.
Keppt er í karla og kvennaflokki með útsláttarfyrirkomulagi og líkur keppninni með úrslitahelgi þar sem undanúrslit og úrslit í karla og kvennaflokki eru leikin, ásamt einhverjum úrslitaleikjum í yngri flokkum.
Úrslitahelgin fer fram í glæsilegri umgjörð í Digranesi í Kópavogi, dagana 13. – 15. mars 2020.