Kjörísbikarinn 2021 – 8 liða úrslit að hefjast

Kjörísbikarinn 2021 nær hápunkti sínum helgina 12.-14. mars þegar leikið verður í undanúrslitum og úrslitum í Digranesi. Í dag og fram á sunnudag eru leikirnir í 8 liða úrslitunum.

Þrír leikir eru á dagskrá í Kjörísbikar kvenna í kvöld:

Síðasti leikur 8 liða úrslitanna fer fram á Húsavík þegar Völsungur fær Álftanes í heimsókn. Að leik loknum munu fulltrúar Blaksambandsins draga í undanúrslitin sem fara fram í Digranesi þann 12. mars.

Allir leikir 8 liða úrslitanna verða í streymi á heimasíðu BLÍ

Einn leikur er á dagskrá í Kjörísbikar karla í kvöld:

Á föstudag 5. mars fær HK lið Þróttar Vogum í heimsókn í Fagralund og á laugardag mætast Afturelding og KA í Mosfellsbænum. Átta liða úrslitunum lýkur á sunnudag þegar Vestri heimsækir Fylki í Árbæinn og að þeim leik loknum munu fulltrúar Blaksambandsins draga í undanúrslitin í karlaflokki sem fara fram laugardaginn 13. mars í Digranesi.

Allir leikir 8 liða úrslitanna verða í streymi á heimasíðu BLÍ