Kjörísbikarinn 2021

Dregið var í 1. umferð og 8 liða úrslit Kjörísbikarsins 2021 í höfuðstöðvum BLÍ í hádeginu í dag, föstudaginn 18. desember.

Tveir leikir fara fram í 1. umferð, einn hjá hvoru kyni. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika í 8 liða úrslitum.
Upplýsingar um leiktíma verða opinberar fljótlega á nýja ári.