Frétt uppfærð 9.3.21 kl.20:00
Bikarhelgi BLÍ fer fram um komandi helgi, 12.-14. mars og er forsala miða á undanúrslitin hafin.
Með því að fara inn á https://bli.felog.is/verslun er hægt að kaupa miða á undanúrslitaleiki karla og kvenna.
Einungis 140 miðar eru til sölu og kostar miðinn 1000.- kr. á undanúrslitaleikina en barnmiði kostar 100.- kr.
Allir áhorfendur telja í áhorfendatölu og engin undatekning er með börn fædd 2005 og síðar.
Miðahafar verða að skila inn nafni, kt. og símanúmeri ásamt réttu netfangi. Rafrænn aðgangsmiðinn birtist í tölvupósti og hann þarf að sýna í miðasölunni. Hægt er að greiða með debet og kredit korti.
Nokkrir mikilvægir punktar fyrir helgina:
- Það er grímuskylda fyrir áhorfendur í Digranesi. Vinsamlegast virðið það, við ætlum að framfylgja öllum þeim reglum sem snúa að sóttvörnum. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
- Stúkan verður hólfaskipt og sæti númeruð. Þar sem miðasala er hafin og ekki hægt að kaupa númeraða miða í stúku þá verður vísað í hólf og sæti við komuna í Digranes.
- Ávallt skal halda meters fjarlægð á milli óskildra einstaklinga.
- Einstaklingsbundnar sóttvarnir – munum mikilvægi þeirra.
- Þegar leik er lokið verða áhorfendur að yfirgefa húsnæðið sem allra fyrst svo hægt sé að sótthreinsa stúku og aðra sameiginlega snertifleti. Þetta á líka við um þá sem hafa keypt sér miða á næst leik á eftir og gildir ALLA helgina.