Ný dagsetning fyrir ársþing BLÍ er 13. júní nk.

Stjórn Blaksambands Íslands hefur ákveðið að 48. ársþing BLÍ sem fara átti fram í mars verði þann 13. júní næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Ársþing BLÍ er haldið á hverju ári en á þingi er heimild til lagabreytinga og kosninga í stjórn. Nú þegar búið er að ákveða dagsetningu er ágætt að huga að breytingum að reglugerðum og/eða lögum sambandsins og þá þarf að bjóða sig fram í stjórn sambandsins.

Stefán Jóhannesson, varaformaður og Kristín Hálfdánardóttir, ritari eru að ljúka sínu kjörtímabili og hafa þau bæði ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Þau sæti eru því laus í stjórn BLÍ auk þriggja sæta í varastjórn en líklegt þykir að Steinn Einarsson gefi kost á sér áfram í eitt þeirra en að Sigurbjörn Árni Arngrímsson ekki. Þá hafði Ragnheiður Sigurðardóttir hætt í varastjórn fyrr í vetur og það sæti því laust. Því er ljóst að a.m.k. fjögur sæti eru laus í stjórn BLÍ.

Frestur til að skila inn málefnum sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu er 21 degi fyrir þing, eða 23. maí nk. Skila skal á netfangið bli@bli.is

Þann 30. maí verður þeim tillögum sem borist hafa dreift út til sambandsaðila og þær settar á heimasíðu BLÍ. Þann dag er einnig framboðsfrestur fyrir stjórnarkjör en skila skal framboði á bli@bli.is.

Nánari upplýsingar má finna á ársþingssíðu heimasíðunnar.