Skráning í Kjörísbikarinn 2022

Skráning í Kjörísbikarinn 2022 er hafin og er skráningarfrestur til föstudagsins 1. október nk.

Dregið verður í 1. og 2. umferð þriðjudaginn 5. október en leikið verður í þeim umferðum dagana 16. okt til 21. nóv.

Þriðja umferð er leikin 24. nóv – 1. des, 8 liða úrslitin fara fram 9.-13. mars og bikarhelgin sjálf fer fram 1.-3. apríl 2022.

Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk: https://forms.office.com/r/sQiMhup868

Skráningargjöld í Kjörísbikarinn í ár eru 15.000.- kr.
Hver umferð í Kjörísbikarnum kostar 15.000.- kr.
Skráningargjöld ganga upp í þátttökugjöld fyrstu keppnisumferðar hvers liðs.
Þegar komið er í FINAL 4 kostar helgin 30.000.- kr.
Hvert lið mun þó aldrei greiða hærra en 55.000.- kr.

Frekari upplýsingar veitir Óli Þór mótastjóri BLÍ, motastjori@bli.is