Stelpurnar í U16 hafa lokið leik í Færeyjum

Stúlknalið U16 hefur lokið keppni í Færeyjum þar sem þær mættu öðrum þjóðum frá Norður Evrópu.

Flestar stúlknanna voru að taka sín fyrstu landsliðsskref og fer þetta verkefni í reynslubankann góða. Þær áttu virkilega góðar rispur inn á milli og þó svo að allir leikir mótsins hafi tapast þá sýndu þær að þarna eru á ferðinni framtíðarlandsliðmenn Íslands í blaki. Stelpurnar geta gengið stoltar frá þessu verkefni og taka reynsluna með sér inn í næstu verkefni.

Lokaleikur stúlknanna fór fram í dag þegar þær mættu liði Írlands í leik um 5.sæti mótsins.
Blakfréttir.is er með flotta grein um leikinn og viðtal við aðstoðarþjálfara Íslenska liðsins, Lárus Jón Thorarensen. Greinina er hægt að lesa HÉR!

Mynd: Kristín Reynisdóttir