Umsjón yngriflokka

Yngriflokkanefnd hefur umsjón með yngriflokkablaki á Íslandi í samráði við stjórn BLÍ.
Hennar hlutverk er að gera íþróttina aðgengilega fyrir yngri kynslóðir með því að kynna þær fyrir æfinga og keppnisfyrirkomulagi sem hentar hverjum hóp fyrir sig út frá aldri og getu.
Nefndin skipuleggur keppnisdagskrá og keppnisreglur hvers tímabils.
Nefndin kemur einnig með mikilvægt innlegg í þjálfun yngri flokka m.a. með því að halda afreksbúðir fyrir unga blakiðkendur á haustin þar sem þjálfarar iðkendanna eru einnig þátttakendur.

Yngriflokkanefnd