Erassmus verkefnið We Lead Volleyball Together hófst formlega með félögum hérlendis í byrjun desember þar sem ungir leiðtogar og leiðbeinendur komu saman ásamt Borja González og Lárusi Jón sem stýra verkefninu.
27.-29. september ferðuðust Borja og Lárus til Osló til þess að leggja lokahönd á handbók ungra leiðtoga ásamt fulltrúum frá Danmörku, Noregi og Hollandi. Þetta samvinnuverkefni er unnið þökk sé Erasmus og veitir háskólinn í Haag vísindalegan stuðning.
Á Íslandi eru það Afturelding, KA, Völsungur og Þróttur Fjarðabyggð sem taka þátt og eru ungu leiðtogarnir eru um 20 talsins. Þegar hópurinn hittist saman í desember var verkefninu komið í gang með skemmtilegri vinnustofu þar sem ungu leiðtogarnir unnu saman og leystu verkefni. Nú tekur við tímabil hjá þeim þar sem þau munu vinna með sínum félögum og leiðbeinendum og óskar BLÍ þeim góðs gengis.
#ConfundedbyEU, #GrowtheGame and #cevolleyball