Afreksnefnd BLÍ hefur gefið út þau verkefni sem farð verður í með haustinu. Stefnt er á að senda U17 og U19 í NEVZA keppnir í Danmörku og Finnlandi auk þess sem U19 drengir og stúlkur keppa meðal Smáþjóðanna.
Eftir að landsliðsstarf hefur legið niðri á í kórónuveirufaraldrinum er kærkomið að tilkynna að starfið sé að fara af stað aftur. Stefnt er á U19 landsliðsæfingar samhliða hæfileikabúðunum 13.-15. ágúst að Varmá og svo aftur 27.-29. ágúst á Akureyri. U19 landsliðin munu keppa í Smáþjóðamóti en stúlknamótið verður skipulagt af BLÍ á Laugarvatni helgina 3.-5. september. Strákaliðið ferðast til Færeyja 7.-11. október í sömu keppni.
Afreksstjóri BLÍ, Burkhard Disch hefur í samráði við þjálfara liðanna valið æfingahópa fyrir U19 liðin. U17 ára æfingahópar verða tilkynntir eftir hæfileikabúðir. Félögunum var tilkynnt um valið í byrjun vikunnar og er hópurinn gefinn út hér.
Æfingahópur U19 stúlkna
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Arna Sólrún Heimisdóttir, HK
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
Helena Einarsdóttir, HK
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir, KA
Heiðbrá Björgvinsdóttir, KA
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Rut Ragnarsdóttir, Afturelding
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
Sóldís Björt Leifsdóttir, Vestri
Agnes Björk Ágústsdóttir, Völsungur
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Völsungur
Kristey Marín Hallsdóttir, Völsungur
Ester Rún Jónsdóttir, Þróttur Nes
Embla Rós Ingvarsdóttir, Þróttur Nes
Æfingahópur U19 stráka
Hermann Hlynsson, HK
Elvar Örn Halldórsson, HK
Valens Torfi Ingimundarson, HK
Draupnir Jarl Kristjánsson, KA
Gísli Marteinn Baldvinsson, KA
Sölvi Páll Sigurpálsson, KA
Sigurður Bjarni Kristinsson, Vestri
Karol Duda, Vestri
Börkur Marinósson, Þróttur Nes
Hlynur Karlsson, Þróttur Nes
Kári K. Haraldsson, Þróttur Nes
Ísak Tandri Zoega, Þróttur Nes
Egill Kolka Hlöðversson, Þróttur Nes
Arnar Freyr Sigurjónsson, Þróttur Nes