Vestri Ísafirði tekur sæti í efstu deild karla

Vestri Ísafirði

Vestri frá Ísafirði mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili og verður þá deildin sex liða deild í stað fimm liða.

Leikin verður þreföld umferð á komandi tímabili í stað fjögurra eins og á síðasta tímabili.

Blaksamband Íslands fagnar komu Vestra inn í deildina og óskar þeim góðs gengis á tímabilinu.