Viðburðarík helgi að Varmá

Auk þess að standa fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara um helgina fóru einnig fram hæfileikabúðir og æfingahelgi fyrir U19 ára karla- og kvennalandsliðin okkar.

Það voru um 130 krakkar sem tóku þátt í helginni með okkur en þeim var síðan skipt upp í tvo hópa. Um 90 krakkar tóku þátt í hæfileikabúðunum sem var svo skipt upp í 6 mismunandi getustig með þjálfurum frá BLI. Síðan voru um 30 krakkar sem voru í æfingabúðunum fyrir U19 með landsliðþjálfurunum.

Eftir helgina var Burkhard Disch, afreksstjóri BLI, virkilega sáttur með árangurinn: „Það er frábært að sjá alla krakkana aftur í íþróttasalnum eftir svo langa covid pásu. Það sem við getum tekið út úr helginni er að við eigum mjög mikið af efnilegum spilurum á Íslandi. Markmiðið núna er að þjálfa krakkana markvisst til auka fjöldann og gæðin í blakinu. Skólablakmótin sem haldin verða núna í október eru svo einnig lykilatriði til að þetta takist sem best.“